Varðandi frétt á forsíðu Fréttablaðsins 12. mars. 2013
Það er sorglegt með flesta vísindamenn og mörg vísindin að þeir/þau hafa ALLTAF rétt fyrir sér… þar til annað kemur í ljós. Þetta verður að hafa í huga í umræðunni um t.d. að breyta árfarvegum og þurka út líf sem dafnað hefur í árhundruði eða þúsundir, að sleppa erfðabreyttum lífverum út í íslenska náttúru og eyðileggja hana það sem eftir er, eða eitthvað annað sem hefur jafn alvarlegar afleiðingar fyrir framtíðina og þessi dæmi.
Látum náttúruna ávalt njóta vafans, við eigum ekki landið, við eigum ekki börnin okkar, við eigum í raun ekki neitt, en við fáum ýmislegt að láni og að lokinni notkun ber okkur að skila því í sama ástandin eða betra til næstu kynslóðar.