Við hjónin Björg Marteinsdóttir og Ólafur Einarsson höfum í fjölda ára (frá 1986) velt fyrir okkur heilsumálum og á þeirri göngu orðið veik (fyrir tilstilli heimilislæknis sem gaf allri fjölskyldunni fúkkalyf í hvert skipti sem einhver í fjölskyldunni herraði en þetta gerðist á ca. 2 mánaða fresti). Við vorum veik í nokkur ár en náðum heilsu á ný með óhefðbundnum leiðum þegar hina hefðbundnu vestrænu leiðir dugðu ekki til, í raun buðu ekkert annað en lyf og verkjameðferðir.
Meðal þess sem við höfum gert nú í seinni ár er að:
Opna og reka Gleraugnaverslunina Sjónarhól ehf. á Reykjavíkurveginum en hún býður gæðagleraugu á góðu verði.
Að opna heilsubúðina Allt Hitt fyrir Heilsuna, fara í þriggja ára nám í náttúrulækningum (Heilsumeistaraskólinn) en hann útskrifar „Heilsu og lithimnufræðinga“, halda úti heilsuspjalli á Útvarpi Sögu, vera hluti af stofnendum félagsskaparins „Heilsufrelsi“ en sá félagsskapur berst fyrir því að heildrænar og verstrænar lækningar vinni saman með hagsmuni sjúklingsins að leiðarljósi. Við höfum reynt á eigin skinni að vestrænar lækningar hafa langt frá því öll svörin á meðan heildrænar leiðir hafa oft það sem uppá vantar. Að vísindin og vísindalegar sannanir eru oft á tíðum vopn í höndum óprúttinna manna sem beita þeim til að halda lækningu frá þér og mér. Að fyrir aðra séu visindalegar sannanir skjól fyrir duglitla eða hrædda lækna sem þora ekki að gera annað en það sem þeim var uppá lagt í háskólanum, jafnvel þó þeir sjái og finni að ekki er allt með feldu í þeirra annars ágæta geira.
Heilsa og velferð samferðarmannsins á að vera númer eitt en hún er það ekki og í því sambandi er nóg að nefna að þegar einhver fær lækningu eftir annarri leið en hinni vestrænu þá er það okkar reynsla að fræðimenn bókstaflega snúa sér undan og vilja ekki vita meira… með því sýna þeir í verki að starfsheiður er þeim meira virði en velferð samferðamannsins, skjólstæðingsins. Þessu hlýtur hinn vitiborni Íslendingur að vilja breyta.