Fyrsta blogg, hvað mun verða sagt og gert!

Jæja, þá er loks komið blogg á Allt Hitt fyrir Heilsuna en hérna mun ég leyfa mér að tala um allt milli himins og jarðar. Ég hef haft skoðanir á ýmsu og látið það vaða á mogga blogginu og oft fengið bágt fyrir, en það er bara svo margt sem ég vil gera, svo sem að miðla því sem ég er að læra um heilsuna og hvernig má halda henni og/eða ná í hana á nýjan leik. Ég mun reyna að verða ekki of þungur í máli þó óneitanlega sé þungt yfir heilsufrelsismálaflokknum og margt sem bendir til að markvisst sé unnið að því að hafa af fólki heilsu með annarsvegar: Röngum upplýsingum, lélegri næringu, stressi og öðru sem íþyngir ónæmiskerfinu og rænir okkur lífsgleði og hins vegar lyfjum sem bæta eiga allar þrautir…. og ef þessi lyf virka ekki þá eru einmitt að koma ný lyf sem munu gera það.
Við erum enn í sömu sögustund og hófst fyrir hátt í 100 árum, það hefur ekkert breyst. Ég ætla að láta þetta nægja í bili en stefni að því að blogga u.þ.b. annan hvern dag nema ég bara geti ekki haldið í mér gagnvart einhverju sem er í gangi.

Færðu inn athugasemd